Einar Falur Ingólfsson
Útlit loptsins er í senn myndlistarverk í 366 hlutum, athugun á veðri tveggja ára á ólíkum öldum og dagbók höfundarins. Einar Falur var staðarlistamaður í Vatnasafni í Stykkishólmi þegar hann byrjaði að skrá í ljósmynd veðrið á hádegi dag hvern, hvar sem hann var staddur. Jafnframt bar hann opinbera veðurskráningu þess staðs saman við veðurathugun Árna Thorlaciusar kaupmanns í Stykkishólmi 170 árum fyrr sem var fyrstur Íslendinga til að skrásetja veður með markvissum hætti. Jón Kalman Stefánsson ritar formála og Einar Falur inngang. Einnig er birt ljóð eftir Anne Carson um veðrið í Stykkishólmi. Sigrún Sigvaldadóttir hannar ásamt höfundi. 400 bls. Bókin kemur út í lok september.
Verð 15.485 kr.
Hlynur Pálmason
Harmljóð um hest eftir Hlyn Pálmason inniheldur 80 ljósmyndir sem sýna hestshræ brotna niður og samlagast jörðinni. Verkið er „sjónrænn
sorgarsálmur, eins konar virðingarvottur til íslenska hestsins sem spilað hefur
veigamikið hlutverk í mótun og sögu Íslands“, eins og höfundur kemst að orði. Fáanleg á íslensku og ensku.
Verð 12.900 kr.
Áður 13.764 kr
Eggert Pétursson
Ný bók um Eggert Pétursson inniheldur 109 myndir af málverkum listamannsins og greinar um verk hans, ævi og feril. Fáanleg á íslensku og ensku.
Verð 14.600 kr
Áður 17.205